[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Til að koma í veg fyrir súra stemningu má sleppa því að bjóða fúla frændanum og jafnvel bjóða bara frændfólki sem barnið þekkir. Það má líka sleppa því að baka mini-pavlovurnar sem tekur „enga stund“ að baka

Til að koma í veg fyrir súra stemningu má sleppa því að bjóða fúla frændanum og jafnvel bjóða bara frændfólki sem barnið þekkir. Það má líka sleppa því að baka mini-pavlovurnar sem tekur „enga stund“ að baka. Hverjum er ekki sama þó að hann fari heim úr fermingarveislunni jafnþungur og hann mætti í hana?

Í staðinn má nýta tímann til þess að finna til gamlar myndir, kaupa nammi og búa til spurningaleiki. Myndakassar og blöðrubogar eru líka valmöguleiki sem hressa upp á stemninguna. Það þarf þó ekki alltaf að fara dýrustu leiðina. Það er um að gera að forgangsraða og muna að hamingjan fæst ekki með rándýrri fermingarveislu. Stundum er hreinlega nóg að taka saman gamlar myndir og hengja á vegg. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir sem gera ferminguna skemmtilegri en erfidrykkju.