Skilti Slökkt var á auglýsingaskiltinu á húsi Ormsson við Lágmúla í gær.
Skilti Slökkt var á auglýsingaskiltinu á húsi Ormsson við Lágmúla í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum Ormsson vegna auglýsingaskiltis á húsi fyrirtækisins við Lágmúla. Skiltið blasir við vegfarendum á horni Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum Ormsson vegna auglýsingaskiltis á húsi fyrirtækisins við Lágmúla. Skiltið blasir við vegfarendum á horni Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar.

Þarna var flettiskilti um langt árabil en síðar setti Ormsson upp 34 fermetra ljósaskilti í staðinn. Skiltið var sett upp áður en fyrir­tækið sótti um byggingarleyfi. Umsókn um slíkt leyfi var hafnað hjá Reykjavíkurborg og því borið við að skiltið væri bæði of stórt og væri of nálægt íbúðarhúsnæði og götum. Ormsson kærði til úrskurðar­nefndarinnar þá ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík að synja fyrirtækinu um byggingarleyfi, að fjarlægja ætti skiltið og að dagsektir upp á 150 þús. kr. yrðu lagðar á fyrir hvern dag sem ekki væri orðið við kröfum um að fjarlægja skiltið. Í úrskurðinum eru sektirnar felldar niður en aðrar ákvarðanir standa. hdm@mbl.is