Minjastofnun hefur úthlutað tæplega 80 milljónum króna úr fornminjasjóði til fornleifarannsókna. Alls bárust 63 umsóknir til sjóðsins og var sótt um rúmlega 252 milljónir króna. 23 verkefni fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni

Minjastofnun hefur úthlutað tæplega 80 milljónum króna úr fornminjasjóði til fornleifarannsókna. Alls bárust 63 umsóknir til sjóðsins og var sótt um rúmlega 252 milljónir króna. 23 verkefni fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni.

Fornleifastofnun Íslands fær átta milljónir til rannsókna á fornum rústum í Ólafsdal og Byggðasafn Skagfirðinga átta milljónir til rannsókna á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga. Fornleifastofnun Íslands fær einnig rúmar 7,6 milljónir vegna hellarannsóknar í Odda á Rangárvöllum.

Meðal annarra verkefna sem fengu úthlutun er verkefnið Arfabót á Mýrdalssandi. Miðaldabýli í hnotskurn, en Fornleifafræðistofan fær 6,9 millj. kr. vegna þess. Fornleifafræðistofan fær 4,5 milljónir vegna verkefnisins Stöð á Stöðvarfirði. Vesturbúðarfélagið fær 4,5 milljónir vegna verkefnisins Vesturbúðarhóll á Eyrarbakka. Fornleifastofnun Íslands fær 4,5 millj. til verkefnisins Stóraborg undir Eyjafjöllum: Vitnisburður forngripa og 4,5 millj. til verkefnisins Dýrin í seljunum: Forn-DNA greining á jarðvegssýnum úr seljum og rúmar 4,4 millj. vegna skráningar á eyðibyggð á Flateyjardalsheiði. Borgarsögusafn Reykjavíkur fær 3,4 millj. vegna verkefnisins Fornar rætur Árbæjar – Fornleifarannsókn.