Hjálpargögnum varpað úr flugvél.
Hjálpargögnum varpað úr flugvél.
Bandarískir embættismenn sögðu í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi skýra frá því í stefnuræðu sinni á Bandaríkjaþingi í nótt að hann hefði fyrirskipað bandaríska hernum að útbúa höfn á Gasasvæðinu svo hægt yrði að koma meiri hjálpargögnum inn á svæðið frá sjó

Bandarískir embættismenn sögðu í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti myndi skýra frá því í stefnuræðu sinni á Bandaríkjaþingi í nótt að hann hefði fyrirskipað bandaríska hernum að útbúa höfn á Gasasvæðinu svo hægt yrði að koma meiri hjálpargögnum inn á svæðið frá sjó.

Ekki er gert ráð fyrir að bandarískir hermenn fari í land á svæðinu. Embættismennirnir sögðu að hjálpargögn yrðu flutt sjóleiðis til Gasa frá Kýpur. Talið er að undirbúningur muni taka nokkrar vikur.

Bandaríkjamenn vörpuðu í gær í þriðja skipti hjálpargögnum til íbúa á Gasa úr flugvélum í samvinnu við Jórdaníumenn.