Orri Páll Jóhannsson
Orri Páll Jóhannsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir hafi sagst hafa sammælst um nýja heildarsýn í útlendingamálum er ekki allt útkljáð, eins og m.a. kom fram í máli Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns Vinstri grænna, í Dagmálum Morgunblaðsins í vikunni.

Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir hafi sagst hafa sammælst um nýja heildarsýn í útlendingamálum er ekki allt útkljáð, eins og m.a. kom fram í máli Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns Vinstri grænna, í Dagmálum Morgunblaðsins í vikunni.

Um þá fyrirvara skrifar Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, í grein á Vísi, en hann er glöggur og minnugur stjórnmálaskýrandi. Orri Páll hafi í 1. umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sagt „hátt og skýrt“ að flokkur hans styddi ekki frumvarpið óbreytt.

Kristinn Karl bendir á að samkvæmt mælikvörðum Vinstri grænna sjálfra jafngildi það stjórnarslitum. Sem hann sýtir ekki: „Þó fyrr hefði verið, gætu einhverjir sagt. Enda þorri þjóðarinnar búinn að fá upp í kok og nánast farinn að kyngja ælunni út af alls kyns tafaleikjum og skemmdarverkum ráðherra og þingmanna Vinstri grænna […]

Það vill nú bara þannig til, að þingflokksformaðurinn sagði það fullum fetum, að ef einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins styddi vantrausttillögu á Svandísi Svavarsdóttur, sem reyndar aldrei var borin upp af kunnum ástæðum, þá þýddi það stjórnarslit. Skipti þar engu hvort tillagan yrði samþykkt eða ekki. Hann er því með öðrum orðum að boða stjórnarslit, nema gengið verði enn og aftur að kröfum Vinstri grænna vegna útlendingafrumvarpsins.“