Norður ♠ ÁG3 ♥ 63 ♦ D1065 ♣ D1073 Vestur ♠ -- ♥ K972 ♦ ÁKG9843 ♣ G8 Austur ♠ 9874 ♥ D5 ♦ 7 ♣ K96542 Suður ♠ KD10652 ♥ ÁG1084 ♦ 2 ♣ Á Suður spilar 5♠

Norður

♠ ÁG3

♥ 63

♦ D1065

♣ D1073

Vestur

♠ --

♥ K972

♦ ÁKG9843

♣ G8

Austur

♠ 9874

♥ D5

♦ 7

♣ K96542

Suður

♠ KD10652

♥ ÁG1084

♦ 2

♣ Á

Suður spilar 5♠.

Undanfarna daga hefur Gölturinn verið að velta fyrir sér eðli mistaka. Hann álítur að óheppilegar sagnir þurfi ekki að vera mistök, því oft skortir upplýsingar til að hægt sé að taka rökrétta ákvörðun. En eru það mistök þegar mönnum sést yfir bestu vörnina? Ekki endilega, segir hann, og dregur fram enn eitt dæmið úr pólsku meistaradeildinni.

Austur opnaði á 3♣, suður sýndi hálitina með 4♣ og endaði sem sagnhafi í 5♠ eftir snarpa sagnbaráttu. Vestur lagði niður tígulás og skipti yfir laufgosa – drottning, lítið og ás. Sagnhafi spilaði trompi á gosann, svo að hjarta úr borði á tíuna og kóng vesturs. Hvað nú?

Vestur verður að spila tígli og austur að henda hjartadrottningu! „En þetta er erfið vörn og ég kalla það ekki mistök að spila laufi, eins og gerðist við borðið. Ekki frekar en það væru mistök hjá fótboltamanni að skora ekki úr aukaspyrnu.“