Magnús Andri Ólafsson, Slakur Barber, segir að hárið á ungum mönnum sé vel hannað. Á dögunum kenndi hann fagfólki réttu handtökin á sérstökum viðburði á vegum heildsölunnar Bpro.
Magnús Andri Ólafsson, Slakur Barber, segir að hárið á ungum mönnum sé vel hannað. Á dögunum kenndi hann fagfólki réttu handtökin á sérstökum viðburði á vegum heildsölunnar Bpro. — Ljósmyndir/Pétur Fjeldsted Einarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Magnús Andri, Slakur Barber, rekur hárgreiðslustofuna Studio 220 í Hafnarfirði ásamt Gunnari Jónasi Haukssyni, sem kallar sig GuzCut. Þegar Magnús Andri er spurður út í fermingarhártískuna hjá karlpeningnum segir hann að allt gangi út á „skinfade“

Magnús Andri, Slakur Barber, rekur hárgreiðslustofuna Studio 220 í Hafnarfirði ásamt Gunnari Jónasi Haukssyni, sem kallar sig GuzCut. Þegar Magnús Andri er spurður út í fermingarhártískuna hjá karlpeningnum segir hann að allt gangi út á „skinfade“. En hvað er það eiginlega? „Skinfade“ þýðir í raun að hárið er rakað í hliðunum á mjög nákvæman hátt þannig að höfuðið verði í raun eins og listaverk eða jafnvel fylgihlutur. Hárgreiðslan á rætur sínar að rekja til þekktra erlendra fótboltamanna eins og Cristiano Ronaldo.

„Við Slakur Barber og GuzCut myndum segja að fermingarklippingarnar einkennist af „skinfade“ og „design“ í hinum ýmsu stærðum og gerðum ásamt því að vera með toppinn greiddan niður og svolítið „messy“ eða skipt í 70/30 skiptingu og „line-up“,“ segir Magnús Andri.

Hann segir að hver og ein greiðsla sé sérhönnuð og hægt sé að fara margar leiðir til að vera flottur um hárið.

„Ef þú ætlar alla leið og ert vel trúaður færðu þér krossinn í aðra hliðina,“ segir Magnús Andri.

Höf.: Marta María Winkel Jónasdóttir |