Þau Mariika Lobyntseva og Óskar Hallgrímsson, eða Comfortable Universe, opna sýninguna Hjartanlega þægilegt í Listval Gallery í dag, 8. mars, kl. 17. Í tilkynningu segir að nafn sýningarinnar Hjartanlega þægilegt vísi í nándina

Þau Mariika Lobyntseva og Óskar Hallgrímsson, eða Comfortable Universe, opna sýninguna Hjartanlega þægilegt í Listval Gallery í dag, 8. mars, kl. 17. Í tilkynningu segir að nafn sýningarinnar Hjartanlega þægilegt vísi í nándina. „Eftir 2 ár í stríði er ennþá hægt að finna öryggi í hæglátri nærveru. Hljóðlát andmæli. Einlæg þrautseig mótspyrna. Samvera af öllu hjarta. Verkin eru handsaumuð teppi úr ull og akríl. Teppin tengjast öll saman sem ein heild til að skapa ímyndaðan heim sem endurspeglar daglegan raunveruleika listafólksins klæddan í hugljúfan búning nándar og samveru.“