Herragarðurinn var byggður árið 1750.
Herragarðurinn var byggður árið 1750.
Sýningin Heritage of the past – future of the community er opnuð í dag frá 15-18 í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, og stendur yfir til 24. mars. Sýningin er óður til yfirgefins herragarðs í Foeni í Rúmeníu sem var byggður árið 1750 af rúmensku…

Sýningin Heritage of the past – future of the community er opnuð í dag frá 15-18 í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, og stendur yfir til 24. mars. Sýningin er óður til yfirgefins herragarðs í Foeni í Rúmeníu sem var byggður árið 1750 af rúmensku aðalsættinni Mocioni, sem er helst þekkt fyrir að hafa barist fyrir réttindum Rúmena og unnið að því að lyfta rúmenskri menningu á hærra stig.

Þá er sýningin hluti af verkefni sem stefnir að því að endurbyggja og varðveita herragarðinn í þeim tilgangi að opna þar menningarhús í von um að húsið geti enn á ný þjónað samfélaginu í kring. Þegar byggingin hefur verið endurreist að fullu verður sýningin sett upp þar, en á sýningunni sækja listamennirnir innblástur til þessarar merku byggingar með einum eða öðrum hætti.