Fyrir 8 Gulrætur 1 kg gulrætur salt olía Setið viðarspæni í pönnu og kveikið á hellunni á hæstu stillingu. Þegar byrjar að rjúka úr pönnunni er gasbrennari notaður til að kveikja í spæninum. Setjið gulræturnar í ofninn í skúffu og logandi pönnuna undir og lokið

Fyrir 8

Gulrætur

1 kg gulrætur

salt

olía

Setið viðarspæni í pönnu og kveikið á hellunni á hæstu stillingu. Þegar byrjar að rjúka úr pönnunni er gasbrennari notaður til að kveikja í spæninum. Setjið gulræturnar í ofninn í skúffu og logandi pönnuna undir og lokið. Ofninn á að vera stilltur á 160°C. Leyfið þeim að reykjast í 30 mínútur.

Þurrkið svo gulræturnar á lágum hita (70-80°C) í ofninum í 2-3 tíma. Kælið þær og svo eru þær hakkaðar í hakkavél.

Búlgur

85 g búlgur

2,5 g salt

85 ml vatn

3 g sítrónusafi

Sjóðið upp á vatni og salti og hellið yfir búlgurnar og setjið plastfilmu yfir og látið standa. Kryddið til með sítrónusafa.

Kryddblanda

5 g kúmmín

5 g kúmmínfræ

5 g kóríanderfræ

2 g Aleppo-pipar

Malið allt saman og léttristið á pönnu.

Toum

13 g hvítlaukur

1 g salt

6 g sítrónusafi

6 g vatn

60 ml olía

Maukið hvítlauk saman við salt, vatn og sítrónusafa í litlum blandara. Bætið svo olíu rólega út í

Samsetning

Blandið saman tveimur hlutum gulrætum og einum hluta búlgur og einum hluta kryddblöndu og bætið við smá harissa, ólífuolíu og sítrónusafa.

Berið fram með salati og pikkluðu grænmeti.