Tríóið Gadus Morhua Ensemble verður með tónleika, sem bera yfirskriftina Hættuleg kynni í Kaldalóni í Hörpu á morgun klukkan 16. Segir í tilkynningu að „uslatríóið ætli að taka frjálsri hendi tónlist franska tónskáldsins Jean-Philippe Rameau (1683-1764)
Tríóið Gadus Morhua Ensemble verður með tónleika, sem bera yfirskriftina Hættuleg kynni í Kaldalóni í Hörpu á morgun klukkan 16. Segir í tilkynningu að „uslatríóið ætli að taka frjálsri hendi tónlist franska tónskáldsins Jean-Philippe Rameau (1683-1764). Henni verði spillt, eins og Mlle Cécile Volanges forðum, með kynnum við íslenskan torfi ataðan menningararf, langspilsleik og splunkunýtt orða- og tónaefni þorskatríósins.“