Læknar Sigurdís og Kolbrún vilja ræða meira um hormóna.
Læknar Sigurdís og Kolbrún vilja ræða meira um hormóna. — Morgunblaðið/Ásdís
„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á notkun á hormónalyfjum,“ segir læknirinn Kolbrún Pálsdóttir og nefnir að notkun á estrógeni hafi tvöfaldast, notkun á prógesteróni áttfaldast og testósterónnotkun hafi sextánfaldast hjá konum

„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á notkun á hormónalyfjum,“ segir læknirinn Kolbrún Pálsdóttir og nefnir að notkun á estrógeni hafi tvöfaldast, notkun á prógesteróni áttfaldast og testósterónnotkun hafi sextánfaldast hjá konum.

„Þetta er dramatísk aukning,“ segir læknirinn Sigurdís Haraldsdóttir.

„Testósterón getur valdið aukaverkunum sem eru óafturkræfar, eins og skallamyndun, dýpri rödd og auknum hárvexti,“ segir hún og bætir við: „Það hefur lítið verið rætt um þetta. Þessi mikla aukning á stuttum tíma vakti okkur til umhugsunar,“ segir Kolbrún og nefnir að ef til vill sé testósterónnotkun kvenna tískubóla.

„Við viljum ekki vera í öfgunum, heldur finna einhverja millileið því það eru konur sem hafa gagn af hormónum. Ákveðnir hópar kvenna eru í aukinni áhættu og þá myndi maður fara varlega með þetta,“ segir Sigurdís, en ítarlegt viðtal er við læknana í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.