Norður ♠ K64 ♥ D982 ♦ 742 ♣ D74 Vestur ♠ DG2 ♥ 10 ♦ ÁDG986 ♣ 932 Austur ♠ Á109853 ♥ 75 ♦ K ♣ G1086 Suður ♠ 7 ♥ ÁKG643 ♦ 1053 ♣ ÁK5 Suður spilar 4♥

Norður

♠ K64

♥ D982

♦ 742

♣ D74

Vestur

♠ DG2

♥ 10

♦ ÁDG986

♣ 932

Austur

♠ Á109853

♥ 75

♦ K

♣ G1086

Suður

♠ 7

♥ ÁKG643

♦ 1053

♣ ÁK5

Suður spilar 4♥.

„Ég las á Vísindavefnum að bitkraftur krókódíla sé þrjátíufaldur á við bit stórra hunda.“ Fróðleikur á netinu er af ýmsu tagi og ekki alltaf málinu viðkomandi. Óskar ugla var að leita dæma um sérstakt bragð í vörn, sem kallað er „crocodile coup“ á ensku og „krókódílatak“ í þýðingu Jóns Hjaltasonar. Óskar fann ágæt dæmi og pikkaði upp í leiðinni ýmsar upplýsingar um þessa forsögulegu skepnu, sem er víst til í 23 afbrigðum og getur orðið meira en 100 ára gömul.

Krókódílatak í brids felst í því að gleypa háspil makkers til að forða innkasti. Hér spilar suður 4♥ eftir opnun vesturs á 2♦, veikum. Út kemur spaðadrottning og meiri spaði. Suður trompar, tekur tvisvar tromp, stingur þriðja spaðann og hreinsar upp laufið. Spilar svo tígli að heiman. Og þá er eins gott að króksi í vestur sé vakandi og glenni upp ginið.