— Ljósmynd/Borgarleikhúsið
Dansarinn og leikkonan Katrín Mist Haraldsdóttir segir lífið eiga það til að grípa í taumana og það gerði það svo sannarlega þegar hún fékk hlutverk sem leikkona í Borgarleikhúsinu. Árið 2019 fór hún að sjá sýningu í Borgarleikhúsinu og sagðist þá…

Dansarinn og leikkonan Katrín Mist Haraldsdóttir segir lífið eiga það til að grípa í taumana og það gerði það svo sannarlega þegar hún fékk hlutverk sem leikkona í Borgarleikhúsinu. Árið 2019 fór hún að sjá sýningu í Borgarleikhúsinu og sagðist þá hafa liðið eins og hún hefði fengið blauta tusku í andlitið. „Ég grét alla leiðina til Akureyrar og leið smá eins og ég hefði gefist upp á draumnum og það væri of seint að snúa við. Mér leið eins og ég væri búin að missa af lestinni, boltinn farinn að rúlla langt í aðra átt og ég ætti ekki leið til baka.“ Aðeins tveimur vikum síðar tók líf Katrínar U-beygju eftir óvænt símtal frá Borgarleikhúsinu. „Þá vantaði manneskju til að taka við hlutverki í þessum sama söngleik og ég hafði verið grátandi á tveimur vikum áður. Lífið á það til að grípa í taumana og tækifærin koma þegar þau koma. Ég hef nú lært að treysta á að það sé eitthvert plan.“ Lestu meira á K100.is.