Kvennaþing Eliza Reid flýgur heim frá New York annað kvöld.
Kvennaþing Eliza Reid flýgur heim frá New York annað kvöld. — Morgunblaðið/Ásdís
Eliza Reid forsetafrú hélt í gær til New York þar sem hún mun tala á nokkrum viðburðum tengdum Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem þar fer fram í vikunni. Í dag stendur Reykjavik Global og Stofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Foundation) fyrir …

Eliza Reid forsetafrú hélt í gær til New York þar sem hún mun tala á nokkrum viðburðum tengdum Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem þar fer fram í vikunni.

Í dag stendur Reykjavik Global og Stofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Foundation) fyrir morgunverðarfundi í Scandinavia House þar sem boðið er til óformlegs samtals með kvenleiðtogum sem sækja CSW. Þar mun forsetafrú sitja fyrir svörum og ræða um jafnréttismál frá sjónarhóli Íslands. Spyrill verður Adrianne Smith, framkvæmdastjóri inngildingar hjá fyrirtækinu WPP.

Eliza heiðursgestur

Síðdegis í dag tekur forsetafrú þátt í pallborðsumræðum um jafnréttismál í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, sem jafnréttismálaráðuneyti Kenýa stendur fyrir í samvinnu við stofnunina Equality Now.

Á morgun, þriðjudag, efnir fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum til morgunverðarfundar í samstarfi við Reykjavík Global sem ber titilinn „Reykjavík Conversations: Breakfast with Eliza Reid“. Forsetafrú verður þar heiðursgestur og ræðir við tólf kvenleiðtoga um þau lykilskref sem stigin hafa verið í átt til aukins jafnréttis á Íslandi. Forsetafrú flýgur frá New York á þriðjudagskvöld.