— AFP/Frederic J. Brown
Sannkallaður stjörnufans var á rauða dreglinum í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í gærkvöldi þegar skærustu stjörnur Hollywood mættu til Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Söngvarar og leikarar Killers of the Flower Moon voru áberandi, en myndin var…

Sannkallaður stjörnufans var á rauða dreglinum í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í gærkvöldi þegar skærustu stjörnur Hollywood mættu til Óskarsverðlaunahátíðarinnar.

Söngvarar og leikarar Killers of the Flower Moon voru áberandi, en myndin var tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna í ár, þar á meðal sem besta kvikmyndin. Þá er leikstjórinn Martin Scorsese einnig tilnefndur og aðalleikkonan Lily Gladstone hlaut einnig tilnefningu. Robert De Niro er tilnefndur í flokki aukaleikara. Einnig er myndin tilnefnd fyrir tónlist, búninga og kvikmyndatöku.

Myndin er byggð á samnefndri bók David Grann sem gerist á þriðja áratug síðustu aldar þegar olía fannst á landi Osage-indjánaættbálksins í Oklahoma-ríki Bandaríkjanna.