Frumsýning Rimas Tuminas, Ólafur Ragnar Grímsson, Stefán Baldursson og Tómas Ingi Olrich.
Frumsýning Rimas Tuminas, Ólafur Ragnar Grímsson, Stefán Baldursson og Tómas Ingi Olrich. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas er látinn, 72 ára. Hann kom hingað sem gestaleikstjóri í boði Þjóðleikhússins og leikstýrði fimm leiksýningum sem vöktu athygli; Mávurinn (1993), Þrjár systur (1997) og Kirsuberjagarðurinn (2000) eftir Tsékov,…

Litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas er látinn, 72 ára. Hann kom hingað sem gestaleikstjóri í boði Þjóðleikhússins og leikstýrði fimm leiksýningum sem vöktu athygli; Mávurinn (1993), Þrjár systur (1997) og Kirsuberjagarðurinn (2000) eftir Tsékov, Don Juan eftir Moliere (1995) og Ríkarður III eftir Shakespeare (2003).

Íslendingar hafa minnst Tuminas á samfélagsmiðlum, Stefán Baldursson fyrrv. Þjóðleikhússtjóri er meðal þeirra en Stefán stóð einmitt fyrir komu Tuminas til landsins. „Rimas var frægur og eftirsóttur leikstjóri um alla Evrópu en tók sérstöku ástfóstri við Ísland og íslenska leikhúslistamenn sem honum fannst í fremstu röð,“ skrifar Stefán á Facebook