Innflytjendur Kennsla er grunnurinn að aðlögun og þátttöku.
Innflytjendur Kennsla er grunnurinn að aðlögun og þátttöku. — Morgunblaðið/Hari
Við lifum á umbrotatímum og þurfum að hugsa margt upp á nýtt. Fjölmenning er staðreynd, þar sem fólk hefur flust unnvörpum milli landa og tekið sér bólfestu í nýju umhverfi, líka hér á landi. Við sem þjóð viljum að þetta fólk aðlagist landi og þjóð og verði Íslendingar með tíð og tíma

Við lifum á umbrotatímum og þurfum að hugsa margt upp á nýtt. Fjölmenning er staðreynd, þar sem fólk hefur flust unnvörpum milli landa og tekið sér bólfestu í nýju umhverfi, líka hér á landi.

Við sem þjóð viljum að þetta fólk aðlagist landi og þjóð og verði Íslendingar með tíð og tíma. Til þess þarf mikla hjálp frá samfélaginu og jákvæða afstöðu þjóðarinnar sem fyrir er og auðvitað fullt af peningum. Það þarf legiónir af nýjum sérhæfðum kennurum, bæði fyrir börn og fullorðna, því það er grunnurinn að aðlögun og þátttöku.

Annað stórt og nauðsynlegt atriði þegar hugað er að þessum nýju íbúum er það sem kallað hefur verið inngilding. Það felur í sér að taka fólk inn í hóp og viðurkenna á sínum forsendum. Það eru ekki allir sáttir við þetta orð og finnst vanta gagnsæi.

Það mætti stinga upp á orðum eins og fullgilding, meðtaka, líka meðtekning eða inntekning, samanber orðið hluttekning sem er þjált orð og mikið notað

Sunnlendingur.