Andre Ventura
Andre Ventura
Sósíalistar í Portúgal misstu talsvert fylgi í þingkosningum í gær, en þeir hafa setið við völd í landinu frá árinu 2015. Stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðræðisbandalagið (AD) er stærsti flokkurinn eftir kosningarnar og vann flest þingsæti

Sósíalistar í Portúgal misstu talsvert fylgi í þingkosningum í gær, en þeir hafa setið við völd í landinu frá árinu 2015. Stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðræðisbandalagið (AD) er stærsti flokkurinn eftir kosningarnar og vann flest þingsæti.

Búist er við að AD, sem er miðjuhægriflokkur, fái 83-91 þingsæti á 230 manna þinginu, en Sósíalistar fái 69-77 sæti. Þá rauk hægriflokkurinn Chega upp í kosningunum og margfaldaði fylgi sitt úr 12 sætum í 40-46 þingsæti, en leiðtogi Chega er Andre Ventura.

„Við viljum fá stöðuga ríkisstjórn í Portúgal,“ sagði Ventura við blaðamenn í gær og sagði að flokkur hans hefði náð „sögulegum árangri í kosningunum“ eftir að ljóst var að hann hefði meira en tvöfaldað fylgi sitt.