Skírnir Garðarsson sendi mér góðan póst: „Afsláttarkort eldri borgara nota ég í tíma og ótíma. Um daginn reyndi ég að nota það til að fá afslátt í sund, en það gekk ekki því sundmiðinn er ókeypis fyrir fólk á mínum aldri.
Vildarkjörin vildi fá
hinn vaski sveinn.
En afsláttur af engu þá
var ekki neinn.
Minnir mig á vísu sem ég heyrði í Árnessýslu, þar voru menn að bölsótast út í dýrtíðina.
Ekkert kostar ekki neitt,
ekkert hugann seður,
ekkert getur engu breytt
ekkert bændur gleður.
Aðeins tvo bændur heyrði ég syngja við störf sín í Hreppunum (hinir hummuðu mest). Þetta voru bræðurnir Eyþór bóndi á Kaldbak og Einar bóndi á Laugum, Einarssynir, en sá síðarnefndi var raddsterkasti maður sveitarinnar. Sagt var að þeir bræður hefðu „kallast á“, en langt var milli bæja þarna í uppsveitunum.
Um Einar var kveðið:
Einar heitir Einars bur,
er á Laugum staðsettur,
raddsterkur og rómaður,
röskleika- er sá maður.“
Halldór Halldórsson skrifar á Boðnarmjöð: „Gamall karl á Holtinu horfir út um gluggann á þriðju hæð og veltir fyrir sér hvort hann ætti a.m.k. að labba niður stigana og fara með flokkaða ruslið í tunnurnar!“
Úti sólin skærast skín,
skuggar birtast víða;
þannig verður veröld mín,
veðurlagsins blíða!
Þorgeir Magnússon skrifar: „Margir hafa spreytt sig á Heine. Hér dirfist ég að gera tilraun. Takið viljann fyrir verkið:
1
Er brosið ljúfa lifnar
og leikur þér um kinn
ég finn að gamall geigur
grípur huga minn.
2
Mig langar til að leggja
lófa' á kollinn þinn
og biðja guð að geyma
þig glaða enn um sinn.“
Valdimar Gunnarsson um „hóflega drukkið vín“:
Sá er hnugginn bragðar brugg
brátt fær huggun skjóta,
þurrkar skugga af gleðiglugg
gleymir uggnum ljóta.
¶Kenna mun sitt mark á þér¶mannafaðirinn eini:¶Stofn af vígtönn enn þar er¶og ögn af rófubeini.¶Enn fremur:¶Meinleg örlög margan hrjá¶mann og ræna dögum.¶Sá er löngum endir á¶Íslendingasögum.¶Xx¶Það er líkt og ylur í¶ómi sumra braga.¶Mér hefur hlýnað mest af því¶marga kalda daga.¶Jóhanna Friðriksdóttir ljósmóððir kvað:¶Þegið gætni, heimska, hik,¶héðan þó ég víki.¶Ég ætla að skreppa augnablik¶inn í himnaríki.¶Tryggvi H. Kvaran orti um mann, sem var í þingum við gifta konu:¶Gulls hjá niftum ungum er¶Ari sviftur vonum,¶hefur skipti og hallar sér¶helst að giftum konum.¶Öfugmælavísan:¶Hákarlarnir tíu og tólf¶taka sig í flokka,¶allir þeir í efra hólf¶upp á móti brokka.