Fiskistofa hefur veitt Landsvirkjun, fyrir sitt leyti, leyfi fyrir stækkun Sigölduvirkjunar. Landsvirkjun leitaði eftir heimildinni í janúar sl. en markmiðið með stækkun er að auka afl í raforkukerfinu og gera Landsvirkjun kleift að mæta afltoppum þegar eftirspurn er í hámarki

Fiskistofa hefur veitt Landsvirkjun, fyrir sitt leyti, leyfi fyrir stækkun Sigölduvirkjunar. Landsvirkjun leitaði eftir heimildinni í janúar sl. en markmiðið með stækkun er að auka afl í raforkukerfinu og gera Landsvirkjun kleift að mæta afltoppum þegar eftirspurn er í hámarki.

Að teknu tilliti til umsagnar Hafrannsóknastofnunar og fleiri gagna, með vísan til laga um lax- og silungsveiði, fellst Fiskistofa á að Landsvirkjun fari í umræddar framkvæmdir. Bæta á við fjórðu vélinni í inntaksmannvirki Sigöldustöðvar og fjórðu þrýstipípunni í fyrirliggjandi stokki undir inntaksstíflunni. Fiskistofa leggur áherslu á að gengið verði snyrtilega frá svæðinu að framkvæmdum loknum.