Aðgerðir Einn veitingastaða Davíðs Viðarssonar er Vietnam.
Aðgerðir Einn veitingastaða Davíðs Viðarssonar er Vietnam. — Morgunblaðið/Eggert
Alþýðusamband Íslands hélt úti reglubundnu eftirliti síðastliðið ár á veitingastöðum þar sem grunur lék á að þolendur mansals væru starfandi. Fyrstu ábendingar um misneytingu vinnuafls í fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, bárust fyrir rúmu ári

Alþýðusamband Íslands hélt úti reglubundnu eftirliti síðastliðið ár á veitingastöðum þar sem grunur lék á að þolendur mansals væru starfandi. Fyrstu ábendingar um misneytingu vinnuafls í fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, bárust fyrir rúmu ári. Voru það nafnlausar ábendingar sem virtust koma innan úr fyrirtækjum að sögn Sögu Kjartansdóttur, verkefnastjóra vinnustaðaeftirlits ASÍ. Fulltrúar ASÍ komu svo að aðgerðum lögreglu í síðustu viku sem beindust að fyrirtækjum í eigu Davíðs.

Á meðal þeirra matsölustaða sem eru í eigu Davíðs eru Wok On-staðir sem starfræktir hafa verið innan þriggja Krónuverslana. Áður en lögregla fór í aðgerðir í síðustu viku hafði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gert úttektir á veitingastöðunum en Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, sem á Krónuna, sagði í viðtali við Morgunblaðið á mánudag að Krónan hefði ekki fengið að sjá skýrslur Heilbrigðiseftirlitsins um veitingastaðina fyrr en lögreglan hafði farið í aðgerðir sínar.

Tómas G. Gíslason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir eftirlitinu ekki bera skylda til að upplýsa eigendur rekstraraðila um niðurstöður úr eftirliti. Þeir hafi sjálfir næg úrræði til eftirlits.

Í yfirlýsingu frá Krónunni í gær kom fram að Krónan hafi treyst því að „starfsleyfi Wok On yrði afturkallað ef starfsemin uppfyllti ekki skilyrði Heilbrigðiseftirlitsins.“ » 6 og 12