Franska ríkisstjórnin og kjörnir fulltrúar frá frönsku eyjunni Korsíku hafa náð samkomulagi um orðalag í frönsku stjórnarskránni um sjálfsstjórn eyjarinnar, en íbúar þar hafa oft lýst gremju sinni yfir frönskum stjórnvaldsákvörðunum

Franska ríkisstjórnin og kjörnir fulltrúar frá frönsku eyjunni Korsíku hafa náð samkomulagi um orðalag í frönsku stjórnarskránni um sjálfsstjórn eyjarinnar, en íbúar þar hafa oft lýst gremju sinni yfir frönskum stjórnvaldsákvörðunum.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gaf í september sl. hálfs árs frest til að finna leiðir til að búa til umgjörð um sjálfsstjórn eyjarinnar.

Íbúar á Korsíku hafa lengi óskað þess að fá að ráða eigin málum ­sjálfir, að tungumál þeirra fái opinbera staðfestingu og komið verði í veg fyrir að útlendingar geti keypt þar land. Frakkar hafa verið tregir til að verða við þeim óskum.

Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði að skref hefðu verið stigin í átt að sjálfsstjórn Korsíku en eyjan yrði áfram hluti af franska ríkinu.