Guðrún segir að fjármagn geirans hafi ekki fylgt mannfjöldaþróun.
Guðrún segir að fjármagn geirans hafi ekki fylgt mannfjöldaþróun. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heildsölu- og þjónustufyrirtækið Fastus á Höfðabakka 7 hefur til sölu öll möguleg tæki, tól og rekstrarvörur fyrir heilbrigðisgeirann. Þar á meðal eru sjúkrabílar. „Við flytjum inn flestalla sjúkrabíla landsins í samstarfi við bílaumboðið Öskju

Heildsölu- og þjónustufyrirtækið Fastus á Höfðabakka 7 hefur til sölu öll möguleg tæki, tól og rekstrarvörur fyrir heilbrigðisgeirann. Þar á meðal eru sjúkrabílar. „Við flytjum inn flestalla sjúkrabíla landsins í samstarfi við bílaumboðið Öskju. Þetta hafa verið 10-12 bílar á ári. Við útvegum einnig allan búnað í bílana eins og hjartastuðtæki, börur og fleira,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir, annar framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann.

Stærstu viðskiptavinir Fastus heilsu eru Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að sögn framkvæmdastjórans en stór hluti viðskiptanna fæst í gegnum útboð. „Einkageirinn hefur stækkað mikið líka. Það er mjög gaman að fylgjast með því,“ segir Guðrún.

Spurð að því hvort viðvarandi umræða um skort á fjármagni til heilbrigðismála hafi ekki áhrif á viðskiptin segir Guðrún að sjálfsagt geri hún það. „Skorturinn verður til þess að menn bíða lengur með að endurnýja tæki. Þau eru oft orðin nánast úreld þegar ráðist er í að skipta þeim út. Þá þarf stundum að fara í hraðútboð til að redda málum. Það væri mun hagstæðara fyrir alla að hugsa fram í tímann og vera frekar búin að endurnýja tímanlega.“

Guðrún segir að fjármagn í geiranum hafi ekki fylgt mannfjöldaþróun. „Það er næstum sama fjármagn til þessa málaflokks og var fyrir 3 árum en á þessu tímabili hefur fólki fjölgað mikið.“