Ljóðskáldin Ilya Kaminsky og Katie Farris spjalla við Fríðu Ísberg, Brynju Hjálmsdóttur og Þórdísi Helgadóttur um ljóðlistina og lesa upp úr verkum sínum annað kvöld, þann 14. mars, kl. 20 í Mengi. Ilya Kaminsky fæddist 1977 í Ódessa í Úkraínu en fluttist 1993 til Bandaríkjanna

Ljóðskáldin Ilya Kaminsky og Katie Farris spjalla við Fríðu Ísberg, Brynju Hjálmsdóttur og Þórdísi Helgadóttur um ljóðlistina og lesa upp úr verkum sínum annað kvöld, þann 14. mars, kl. 20 í Mengi.

Ilya Kaminsky fæddist 1977 í Ódessa í Úkraínu en fluttist 1993 til Bandaríkjanna. Hann skrifaði m.a. verðlaunabókina Dansað í Ódessa árið 2004, en hún kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar 2018. Nýjasta ljóðabók hans, Deaf Republic (2019), kemur fljótlega út á íslensku, í þýðingu Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar. Katie Farris er bandarískt skáld og þýðandi. Nýjasta bók hennar, Standing in the Forest Being Alive (2023), hefur hlotið frábærar viðtökur, segir í tilkynningu.