Skrúfur Herdís Ósk Andrésdóttir formaður skólafélags Vélskólans og Víglundur Laxdal Sverrisson skólastjóri Skipstjórnar- og véltækniskólans.
Skrúfur Herdís Ósk Andrésdóttir formaður skólafélags Vélskólans og Víglundur Laxdal Sverrisson skólastjóri Skipstjórnar- og véltækniskólans. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Þetta er miklu meira en námskynning; skrúfudagurinn hefur mikla sérstöðu. Þetta er líka hátíð eða nemamót þeirra sem hafa vél- og skipstjórnarmenntun og koma gjarnan hingað til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Víglundur Laxdal Sverrisson,…

„Þetta er miklu meira en námskynning; skrúfudagurinn hefur mikla sérstöðu. Þetta er líka hátíð eða nemamót þeirra sem hafa vél- og skipstjórnarmenntun og koma gjarnan hingað til að sýna sig og sjá aðra,segir Víglundur Laxdal Sverrisson, skólastjóri Skipstjórnar- og véltækniskóla Tækniskólans.

Skrúfudagurinn, nú sá 60., er nk. laugardag. Dagskrá í Sjómannaskólahúsinu við Háteigsveg í Reykjavík hefst kl. 13. Þar verður nám í skipstjórn og véltæknigreinum ýmiss konar kynnt auk þess sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja og stofnana – líklegra vinnustaða nemenda segja frá sínu. Þá nýtur alltaf vinsælda að mæta í kaffihlaðboðið eða fara upp í turn skólahússins þar sem er afar víðsýnt yfir borgina. Þá verður kynnt menntun í sjávarútvegi, þar sem fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri, Fisktækniskólanum, VMA og víðar svara spurningum. Skip- og vélstjórnarhermar verða opnir almenningi og gestum gefst kostur á að spreyta sig í netagerð.

Starfið hér er stöðugri þróun. Okkur er í mun að koma til móts við nemendur sem hér fá menntun til fjölbreyttra starfa. Nemendur í véltækni eru hér í dag um 170. Í skipstjórnarnámi eru um 200 manns; þar af 160 í fjarnámi, þá gjarnan jafnhliða störfum á hafi úti, segir Víglundur.

Nám hér opnar möguleika. Vélstjórar geta alls staðar fengið vinnu; sjálf hef ég verið á sjó en vinn nú í smiðju jafnhliða námi. Þetta er áhugavert nám og störf sem stelpur sækja í vaxandi mæli, segir Herdís Ósk Andrésdóttir formaður skólafélags Vélskólans. sbs@mbl.is