Heyskapur Íslenskt hey er nú flutt til Noregs á ný eftir sex ára hlé.
Heyskapur Íslenskt hey er nú flutt til Noregs á ný eftir sex ára hlé. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norskur kaupmaður sem hefur tengsl við Ísland hefur að undanförnu flutt íslenskt hey til Noregs og segir það eftirsótt hjá bændum þótt það sé nærri tvöfalt dýrara en norskt hey. Edmund Skoie rekur verslun með hestavörur og fleira í Lindesnes í Agder, syðst í Noregi

Norskur kaupmaður sem hefur tengsl við Ísland hefur að undanförnu flutt íslenskt hey til Noregs og segir það eftirsótt hjá bændum þótt það sé nærri tvöfalt dýrara en norskt hey.

Edmund Skoie rekur verslun með hestavörur og fleira í Lindesnes í Agder, syðst í Noregi. Þegar mikill heyskortur var í Noregi árið 2018 flutti hann inn nærri 40 þúsund heybagga frá Íslandi og hefur nú tekið upp þráðinn á ný þótt innflutningurinn sé öllu smærri í sniðum.

Nokkur heyskortur er nú í Noregi. Fyrirspurn barst til Bændasamtaka Íslands frá norskum aðilum í nóvember um hugsanleg kaup á heyi. Samtökin könnuðu málið hjá íslenskum bændum en þegar haft var samband við Noreg á ný var þörfin á heykaupum ekki metin mikil. » 4