Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Týr í Viðskiptablaðinu staldrar við þingumræður um nýgerða kjarasamninga, sem Viðreisn skildi ekkert í að hefðu ekki verið í evrum. Jákvætt væri að stjórnarandstaðan hefði áhyggjur af því hvar ætti að finna aurana fyrir 80 milljarða kr

Týr í Viðskiptablaðinu staldrar við þingumræður um nýgerða kjarasamninga, sem Viðreisn skildi ekkert í að hefðu ekki verið í evrum. Jákvætt væri að stjórnarandstaðan hefði áhyggjur af því hvar ætti að finna aurana fyrir 80 milljarða kr. kjarapakka ríkisstjórnarinnar, en lausnirnar sorglega fyrirsjáanlegar.

Þó að stjórnarliðar töluðu um aðhald og útilokuðu skattahækkanir væri stjórnarandstaðan á öðru máli: „Systurflokkarnir Samfylkingin og Píratar eru einhuga um að hækka eigi skatta […] Björn Leví Gunnarsson komst svo að þeirri niðurstöðu að hækka þyrfti fjármagnstekjuskatt. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, sagði það sama í þingumræðum í vikunni.“

En hverjir borga? „Fjármagnstekjur einstaklinga námu samkvæmt Hagstofu um 240 milljörðum árið 2022. Fólk eldra en sextugt greiddi meira en helminginn af þessari upphæð í fjármagnstekjur. Stærsti hluti þessa hóps eru ellilífeyrisþegar.

Er þetta sá hópur sem horft er til þegar boðaðar eru stórfelldar hækkanir á fjármagnstekjuskatti til að fjármagna frekari ríkisútgjöld? Í nýlegu svari við fyrirspurn […] kemur fram að langstærsti hluti þeirra hafði engar tekjur. Kallast þetta á við aldursskiptingu þeirra sem greiða fjármagnstekjur. Er þetta feiti gölturinn sem Samfylkingin og Píratar vilja flá með hækkun fjármagnstekjuskatts?“