Mona Juul
Mona Juul
Danski Íhaldsflokkurinn tilkynnti í gær að Mona Juul hefði verið valin nýr pólit­ískur leiðtogi flokksins. Juul verður væntanlega einnig kjörin formaður flokksins þegar flokksþing verður haldið en tímasetning þess hefur ekki verið ákveðin

Danski Íhaldsflokkurinn tilkynnti í gær að Mona Juul hefði verið valin nýr pólit­ískur leiðtogi flokksins.

Juul verður væntanlega einnig kjörin formaður flokksins þegar flokksþing verður haldið en tímasetning þess hefur ekki verið ákveðin.

Søren Pape Poulsen, sem var formaður og pólitískur leiðtogi flokksins, lést af völdum heilablæðingar í byrjun mars.

Juul, sem er 56 ára gömul, hefur setið á danska þinginu frá árinu 2019 og var formaður þingflokksins. Áður en hún settist á þing var hún m.a. framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Envision.

Leiðtogaembætti flokksins eru í raun tvö þótt sami einstaklingur geti gegnt þeim báðum. Þingflokkurinn velur pólitískan leiðtoga en formaður er kjörinn á landsþingi.