— Morgunblaðið/Eggert
Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri gripu í spil með nemendum Háteigsskóla í gær. Spilað var borðspil sem er nýútkomið í mjög stórri útgáfu. Byggist það á barnabók sendiherrans, Tæknitröll og íseldfjöll, sem kom út árið 2022

Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri gripu í spil með nemendum Háteigsskóla í gær. Spilað var borðspil sem er nýútkomið í mjög stórri útgáfu. Byggist það á barnabók sendiherrans, Tæknitröll og íseldfjöll, sem kom út árið 2022. Fjallar bókin um starfstækifæri framtíðarinnar og opnar augu barna fyrir margvíslegum störfum sem þau gætu unnið við. Sendiherrann hefur ferðast víða um land og kynnt grunnskólanemendum bókina og borðspilið verður nú einnig kynnt.