Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónleika undir yfirskriftinni Kozhukhin leikur Brahms í kvöld, 14. mars, kl. 20 í Eldborg. Rússneski píanóleikarinn Denis Kozhukhin sækir sveitina heim í annað sinn og leikur að þessu sinni fyrri píanókonsert Johannesar Brahms

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónleika undir yfirskriftinni Kozhukhin leikur Brahms í kvöld, 14. mars, kl. 20 í Eldborg. Rússneski píanóleikarinn Denis Kozhukhin sækir sveitina heim í annað sinn og leikur að þessu sinni fyrri píanókonsert Johannesar Brahms. Á efnisskrá verða einnig verkin Via Dolarosa og Dögun eftir Hafliða Hallgrímsson, en um er að ræða frumflutning, og Sinfónía nr. 3 eftir Franz Schubert. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen.