„[E]f nokkur möglaði eða dró af sér við vinnuna var hann drepinn og hræið urðað í garðinum.“ Æskan 1951 – um aðbúnað við Kínamúrinn. Að draga af sér merkir að beita sér ekki til fulls, oftast með ekki: „Ég dró ekki af mér við …

„[E]f nokkur möglaði eða dró af sér við vinnuna var hann drepinn og hræið urðað í garðinum.“ Æskan 1951 – um aðbúnað við Kínamúrinn. Að draga af sér merkir að beita sér ekki til fulls, oftast með ekki: „Ég dró ekki af mér við verkið enda er ég uppgefinn.“ Að halda aftur af sér er hins vegar að hafa hemil á sér, stilla sig.