Gultittlingur Þessi fugl sást tvisvar í garði á Stöðvarfirði, 2018 og 2020.
Gultittlingur Þessi fugl sást tvisvar í garði á Stöðvarfirði, 2018 og 2020. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Talsverð ganga silkitoppa gladdi talningarfólk um allt land í vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands sem fram fór í janúar síðastliðnum og komu 62 silkitoppur fram í talningunni. Þá sást gultittlingur í fyrsta skipti í vetrarfuglatalningum

Talsverð ganga silkitoppa gladdi talningarfólk um allt land í vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands sem fram fór í janúar síðastliðnum og komu 62 silkitoppur fram í talningunni. Þá sást gultittlingur í fyrsta skipti í vetrarfuglatalningum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum vetrarfuglatalningarinnar sem birtar eru á vef Náttúrufræðistofnunar. Alls sáust 168.543 fuglar af 82 tegundum í talningunni. Bar mest á æðarfugli líkt og oftast áður í fuglatalningum á þessum árstíma og sáust 63.042 að þessu sinni. Talningarnar, sem bornar eru uppi af sjálfboðaliðum um allt land, fóru fram helgina 6. og 7. janúar og þar um kring á 216 talningasvæðum.

Meðal sjaldgæfra tegunda sem sáust voru ein ljóshöfðaönd, fjórar grafendur, einn jaðrakan og ein tyrkjadúfa. omfr@mbl.is