— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byrjað er að sópa götur í Reykjavík og verður farið í öll hverfi borgarinnar, að sögn Eiðs Fannars Erlendssonar, yfirmanns vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Segir hann stefnt að því að klára verkefnið fyrir helgina

Byrjað er að sópa götur í Reykjavík og verður farið í öll hverfi borgarinnar, að sögn Eiðs Fannars Erlendssonar, yfirmanns vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Segir hann stefnt að því að klára verkefnið fyrir helgina.

Mikil svifryksmengun hefur mælst á kyrrlátum og köldum dögum í borginni og ryk þyrlast upp á fjölförnum umferðaræðum. Kvartað hefur verið undan því hve götur eru sjaldan sópaðar en nú virðist borgin ætla að bæta þar úr.

Einnig á að rykbinda nokkrar götur í þessari og næstu viku. Sóparar munu ekki fara í húsagötur í Reykjavík en helstu umferðargötur, sem borgin er með í rekstri, verða hreinsaðar, sagði Eiður við mbl.is í gær.