Norður ♠ K7 ♥ G109763 ♦ 10873 ♣ 6 Vestur ♠ 10632 ♥ ÁK84 ♦ ÁKG5 ♣ 7 Austur ♠ ÁD985 ♥ D ♦ D ♣ KDG932 Suður ♠ G4 ♥ 52 ♦ 9642 ♣ Á10854 Suður spilar 3♦ doblaða

Norður

♠ K7

♥ G109763

♦ 10873

♣ 6

Vestur

♠ 10632

♥ ÁK84

♦ ÁKG5

♣ 7

Austur

♠ ÁD985

♥ D

♦ D

♣ KDG932

Suður

♠ G4

♥ 52

♦ 9642

♣ Á10854

Suður spilar 3♦ doblaða.

Villtar hindranir eru ungra manna leikur og í því ljósi ber að skilja opnun suðurs á 3♣ á tíuna smátt fimmtu! Sá sem þar hélt á spilum var hinn tvítugi Dani Christian Lahrmann sem þegar hefur getið sér gott orð á alþjóðavísu þrátt fyrir ungan aldur. Spilið kom upp í dönsku deildakeppninni nýlega.

Vestur doblaði til úttektar og austur passaði glaður, enda hefði hann ekki skammast sín fyrir að opna sjálfur á 3♣ með sinn ágæta lauflit. Lahrmann fann skítalykt af málinu og flúði í „hliðarlitinn“, sagði 3♦ á tvistinn fjórða, sem vestur leyfði sér að dobla.

Með spaðaútspili er hægt að taka 3♦ 2000 niður – sagnhafi fær bara slag á laufásinn! Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar spilarar ná þeim þroska að kljúfa 2000-múrinn, en vestur klúðraði vörninni með því að leggja niður tígulás og klessa drottninguna hjá makker sínum. Bara 1700.