— Aðsendar/BIG
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
I ðnþing Samtaka iðnaðarins var haldið fyrir viku en yfirskrift þessa 30 ára afmælisþings var að hugmyndir breyti heiminum. Með hugmyndum hefur þjóðin byggt upp blómlegt samfélag í nábýli við náttúruöflin, skapað meiri verðmæti úr takmörkuðum…

I ðnþing Samtaka iðnaðarins var haldið fyrir viku en yfirskrift þessa 30 ára afmælisþings var að hugmyndir breyti heiminum. Með hugmyndum hefur þjóðin byggt upp blómlegt samfélag í nábýli við náttúruöflin, skapað meiri verðmæti úr takmörkuðum auðlindum og bylt lífsgæðum á Íslandi. Á Iðnþinginu, sem haldið var í Silfurbergi í Hörpu, var líka rætt um mikilvægi ákvarðana í fortíð og framtíð.

Iðnþingið var einkar vel sótt í ár enda mikið af áhugaverðum málefnum sem voru til umfjöllunar. Að þingi loknu var gestum boðið upp á ljúffengar veitingar. Þátttakendur á þinginu voru meðal annars Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis, Sigurlína Ingvarsdóttir, einn stofnenda Behold Ventures, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, auk viðmælenda í blaði þessu.