Háskólinn í Tromsö í Noregi hefur ákveðið að ógilda meistararitgerð sem Sandra Borch, fyrrverandi menntamálaráðherra Noregs, varði við skólann árið 2014, á þeirri forsendu að hún hefði haft rangt við

Háskólinn í Tromsö í Noregi hefur ákveðið að ógilda meistararitgerð sem Sandra Borch, fyrrverandi menntamálaráðherra Noregs, varði við skólann árið 2014, á þeirri forsendu að hún hefði haft rangt við. Þingflokkur norska Miðflokksins tilkynnti þetta í gær.

Borch sagði af sér embætti í janúar eftir að hún var sökuð um ritstuld en bent var á að í ritgerð hennar væru orðréttir kaflar úr öðrum verkum án þess að heimilda væri getið.

Borch sagðist í yfirlýsingu sætta sig við þessa niðurstöðu, viðurkenndi að hafa gert mistök og tæki afleiðingunum.