Akureyri Jónatan Magnússon er kominn á kunnuglegar slóðir.
Akureyri Jónatan Magnússon er kominn á kunnuglegar slóðir. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Handknattleiksþjálfarinn Jónatan Magnússon hefur gert þriggja ára samning um þjálfun kvennaliðs KA/Þórs. Hann tekur við af Örnu Valgerði Erlingsdóttur eftir tímabilið. KA/Þór er neðst í úrvalsdeildinni með aðeins fimm stig eftir 18 leiki og við liðinu blasir fall niður í 1

Handknattleiksþjálfarinn Jónatan Magnússon hefur gert þriggja ára samning um þjálfun kvennaliðs KA/Þórs. Hann tekur við af Örnu Valgerði Erlingsdóttur eftir tímabilið. KA/Þór er neðst í úrvalsdeildinni með aðeins fimm stig eftir 18 leiki og við liðinu blasir fall niður í 1. deild. Jónatan þekkir vel til hjá KA/Þór og KA því hann þjálfaði liðið í tvö ár, kom því upp úr 1. deild og í undanúrslit í bikarnum. Í kjölfarið tók hann við karlaliði KA.