Kveður Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi formaður Bændasamtakanna.
Kveður Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi formaður Bændasamtakanna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Búnaðarþing var sett á Hótel Reykjavík Natura í gær og því lýkur í dag. Við setningu þingsins fluttu ávarp Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir starfandi matvælaráðherra. Gunnar Þorgeirsson kvaddi þingfulltrúa en hann lætur nú af embætti formanns Bændasamtaka Íslands

Búnaðarþing var sett á Hótel Reykjavík Natura í gær og því lýkur í dag. Við setningu þingsins fluttu ávarp Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir starfandi matvælaráðherra. Gunnar Þorgeirsson kvaddi þingfulltrúa en hann lætur nú af embætti formanns Bændasamtaka Íslands. Við embættinu tekur Trausti Hjálmarsson, sem hafði sigur á Gunnari sem kunnugt er í formannskosningu.

Landbúnaðarverðlaunin 2024 voru veitt af Katrínu Jakobsdóttur. Hjónin Eyvindur Ágústsson og Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, bændur á Stóru-Mörk III, hlutu verðlaunin fyrir framúrskarandi búrekstur á liðnu ári. Lögðu þau ríka áherslu á að jafna kolefnisspor búrekstursins með þátttöku í verkefninu Loftslagsvænum landbúnaði. Í kjölfarið opnaði Katrín vefsíðu verkefnisins.