Ferðamenn þurfa að gæta að sér.
Ferðamenn þurfa að gæta að sér.
Dæmi eru um að ferðamenn hafi orðið fyrir barðinu á vasaþjófum hér á landi að undanförnu og tapað háum fjárhæðum vegna þess. Ferðamála­stofa var­ar nú við því að vasaþjóf­ar séu á sveimi á helstu áfanga­stöðum lands­ins og því þurfi ferðaþjón­ustuaðilar að vera á varðbergi

Dæmi eru um að ferðamenn hafi orðið fyrir barðinu á vasaþjófum hér á landi að undanförnu og tapað háum fjárhæðum vegna þess. Ferðamála­stofa var­ar nú við því að vasaþjóf­ar séu á sveimi á helstu áfanga­stöðum lands­ins og því þurfi ferðaþjón­ustuaðilar að vera á varðbergi.

„Vilj­um við því hvetja ferðaþjón­ustuaðila til þess að brýna fyr­ir sín­um viðskipta­vin­um að var­ast vasaþjófa og ganga þannig frá verðmæt­um að ekki sé auðvelt að nálg­ast þau,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ferðamála­stofa veit­ir svo nokk­ur ráð varðandi það hvernig best sé að verj­ast vasaþjóf­um. Mik­il­vægt sé að standa alltaf vörð um verðmæti og vera meðvitaður um um­hverfið á öll­um tím­um. Á það sér­stak­lega við ef ein­hver nálg­ast fólk og reyn­ir að ná at­hygli þess. Fólk er hvatt til þess að loka öllum töskum og veskjum, hafa handtöskur fyrir framan sig á stöðum þar sem marg­ir koma sam­an, aldrei geyma verðmæti í ytri vösum fatnaðar og eiga afrit af helstu persónugögnum.