Tónlistarmaðurinn Tónlist Megasar leikur lykilhlutverk í myndinni.
Tónlistarmaðurinn Tónlist Megasar leikur lykilhlutverk í myndinni.
Ný íslensk heimildarmynd sem ber titilinn Afsakið meðanað ég æli var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin fjallar um æfingaferli fyrir tónleika til heiðurs Megasi í Eldborgarsal Hörpu

Ný íslensk heimildarmynd sem ber titilinn Afsakið meðanað ég æli var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin fjallar um æfingaferli fyrir tónleika til heiðurs Megasi í Eldborgarsal Hörpu.

„Tónlist Megasar spilar lykil­hlutverk í myndinni þar sem við fylgjum honum og völdum listamönnum í æfingaferli fyrir tónleika sem voru í mars 2019,“ segir í tilkynningu. „Viðmælendur í myndinni hlífa Megasi ekki og við fáum að sjá uppreisnarmanninn og pönkarann sem var og fólkið sem hann vann með á hverjum tíma en við fáum einnig að sjá sjaldséða einlægni.“

Myndin er eftir Spessa en hann vann handritið með Jóni Karli Helgasyni sem jafnframt sá um kvikmyndatöku.