Lávarður Sanada er leikari og framleiðandi.
Lávarður Sanada er leikari og framleiðandi. — Ljósmynd/Disney+
Fyrir nokkrum dögum sat ég fyrir framan sjónvarpið og gat ómögulega ákveðið hvað ég ætti að horfa á. Ég fór í gegnum allar streymisveiturnar, sem eru ófáar, og það var ekki fyrr en eftir góðan hálftíma sem ég fann eitthvað

Herdís Tómasdóttir

Fyrir nokkrum dögum sat ég fyrir framan sjónvarpið og gat ómögulega ákveðið hvað ég ætti að horfa á. Ég fór í gegnum allar streymisveiturnar, sem eru ófáar, og það var ekki fyrr en eftir góðan hálftíma sem ég fann eitthvað. Shogun eru glænýir þættir á Disney plús sem eru byggðir á samnefndri sögulegri skáldsögu frá 1975 eftir James Clavell. Fólk fætt fyrir mína tíð gæti munað eftir eldri þáttum byggðum á bókinni frá 1980 með Richard Chamberlain og Toshiro Mifune í aðalhlutverkum.

Þættirnir gerast árið 1600 í Japan og eru um lávarðinn Yoshii Toranaga, leikinn af Hiroyuki Sanada, sem er í valdabaráttu við aðra japanska lávarða, og hinn strandaða breska sjómann John Blackthorne, leikinn af Cosmo Jarvis.

Shogun er eins og blanda af Game of Thrones, Dances with Wolves og Seven Samurai í einni seríu. Þættirnir hafa fengið lof frá gagnrýnendum um allan heim og eru eins og stendur með 9,2 í einkunn frá áhorfendum á IMDb.

Nú eru fyrstu fjórir þættirnir af tíu komnir inn á streymisveituna og fyrir minn smekk hitta þeir allir beint í mark. Þetta eru einstaklega vandaðir þættir sem hefur greinilega farið mikil vinna í að gera rétt. Ef þú elskar sögu, hasar og pólitík, þá mæli ég eindregið með Shogun.

Höf.: Herdís Tómasdóttir