Samtök atvinnulífsins hafa nú samið við langstærstan hluta félaga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búið að semja við 115 til 120 þúsund manns, en hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að nú sé búið að setja niður stefnu sem nær til rúmlega 60% af vinnumarkaðnum í heild sinni. Það sé býsna sterkt og skýrt merki.
Fram undan eru samningar við stéttarfélög þeirra sem starfa innan opinbera geirans. Það eru þá meðal annars samningar við BHM – Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands. Innan þeirra vébanda eru um 40 þúsund manns. Samningar ríkisins og hjá sveitarfélögum losna núna í lok mánaðar. » 2