Nikol Pashinyan
Nikol Pashinyan
Forsætisráðherra Armeníu, Nikol Pashinyan, sagði í gær að hefja þyrfti umræðu í armensku samfélagi um mögulega aðild landsins að Evrópusambandinu og að ríkisstjórn hans hefði áhuga á auknum tengslum við ESB

Forsætisráðherra Armeníu, Nikol Pashinyan, sagði í gær að hefja þyrfti umræðu í armensku samfélagi um mögulega aðild landsins að Evrópusambandinu og að ríkisstjórn hans hefði áhuga á auknum tengslum við ESB.

Evrópuþingið samþykkti fyrr í vikunni ályktun um Armeníu, þar sem sagði að möguleg aðildarumsókn Armena gæti valdið jákvæðum umskiptum í samskiptum þeirra og Evrópusambandsins.

Stjórnvöld í Armeníu hafa sakað Rússa um að hafa ekki varið sig gegn árásum nágranna sinna í Aserbaísjan þegar Aserar tóku Nagornó-Karabakh-hérað með hervaldi síðasta haust. Hafa Armenar m.a. íhugað að yfirgefa CSTO, varnarbandalag Rússa og nokkurra fyrrum sovétlýðvelda, vegna þessa.