Söngur Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir var valin rödd ársins 2022.
Söngur Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir var valin rödd ársins 2022.
Úrslit söngkeppninnar Vox Domini fara fram í Salnum í Kópavogi annað kvöld, sunnudaginn 17. mars kl. 19.30, að lokinni forkeppni sem fram fer þann 16. mars í Tónlistarskóla Garðabæjar. Keppnin er haldin á vegum Félags íslenskra söngkennara og var fyrst haldin árið 2017

Úrslit söngkeppninnar Vox Domini fara fram í Salnum í Kópavogi annað kvöld, sunnudaginn 17. mars kl. 19.30, að lokinni forkeppni sem fram fer þann 16. mars í Tónlistarskóla Garðabæjar. Keppnin er haldin á vegum Félags íslenskra söngkennara og var fyrst haldin árið 2017. Hún er nú haldin annað hvert ár.

Í Vox Domini keppa klassískir söngvarar og lengra komnir söngnemendur í þremur flokkum: Framhaldsflokki, Háskólaflokki og í Opnum flokki og eru veitt þrenn verðlaun í hverjum flokki. Aðalverðlaun keppninnar eru útnefningin rödd ársins. Vox Domini er eina keppni sinnar tegundar á Íslandi og er úrslitakeppnin opin almenningi. Miða má fá á tix.is og í Salnum.