Opnun Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ávarpar gesti.
Opnun Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ávarpar gesti. — Morgunblaðið/Eggert
Sýningin Pólskar rætur á Íslandi verður opnuð í dag, 16. mars, kl. 14 í Þjóðminjasafni Íslands. Á henni verða sett fram brot af þeim svörum og ljósmyndum sem hafa borist safninu í þjóðhátta­rannsókn sem stendur nú yfir um upplifun Pólverja af veru…

Sýningin Pólskar rætur á Íslandi verður opnuð í dag, 16. mars, kl. 14 í Þjóðminjasafni Íslands. Á henni verða sett fram brot af þeim svörum og ljósmyndum sem hafa borist safninu í þjóðhátta­rannsókn sem stendur nú yfir um upplifun Pólverja af veru sinni á Íslandi, að því er segir á vef safnsins. Opnunin hefst með ávarpi Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavarðar og Gerard Pokrusznski, sendiherra Póllands á Íslandi, opnar sýninguna formlega. Að því loknu mun Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ávarpa gesti.

Þjóðminjasafnið safnar nú frásögnum Pólverja á Íslandi og óskar eftir ljósmyndum úr þeirra einkasöfnum til varðveislu. Markmið þessarar þjóðháttarannsóknar er að varðveita þekkingu og afla heimilda fyrir komandi kynslóðir um upplifun fólks, sem á rætur í Póllandi, af veru þeirra og búsetu hér á landi. Á sýningunni má sjá brot af þeim svörum sem borist hafa. Einnig verður opnuð sýningin Myndasalur í 20 ár. Úr safneign.