Í Listvali Steingrímur Gauti sýnir.
Í Listvali Steingrímur Gauti sýnir.
Listmálarinn Steingrímur Gauti Ingólfsson opnar sýningu kl. 15 í dag, laugardaginn 16. mars, í Listvali, Hverfisgötu 4 í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina Lingering Space og segir í tilkynningu að Steingrímur nálgist málverkið af…

Listmálarinn Steingrímur Gauti Ingólfsson opnar sýningu kl. 15 í dag, laugardaginn 16. mars, í Listvali, Hverfisgötu 4 í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina Lingering Space og segir í tilkynningu að Steingrímur nálgist málverkið af „einstakri alúð og léttleika“, treysti á ferlið og láti viljandi af stjórn og leyfi verkinu að verða til. Fyrir honum sé listsköpun eðlislægt og líkamlegt ferli, fremur en vitsmunalegt. „Ég hugsa ekki þegar ég mála. Hugurinn fylgir hendinni og málunin verður samræða við verkið sem er í vinnslu, nánast ósjálfrátt ferli. Útkoman er ekki endilega vitsmunaleg, frekar líkamleg og kraftmikil,“ er haft eftir Steingrími í fréttatilkynningu.