Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson, Hlíð: Hátt á manna höfði er, heiti oft á kindum. Þessi fugl er mætur mér, margir tæma eina hér. „Enn er það gátan,“ segir Harpa á Hjarðarfelli: Kollur hæst á höfði er

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson, Hlíð:

Hátt á manna höfði er,

heiti oft á kindum.

Þessi fugl er mætur mér,

margir tæma eina hér.

„Enn er það gátan,“ segir Harpa á Hjarðarfelli:

Kollur hæst á höfði er.

Heita Kollur rollur.

Æðarkollur mætar mér.

Margir tæma kollur.

„Lausnarorðið er kolla,“ segir Úlfar Guðmundsson:

Útlits kolla hárið hefur.

Hornlaus kolla nafnið ber.

Æðarkolla gæði gefur.

Gleði kolla ölið ber.

„Hér er lausnin mín,“ segir Knútur Haukstein Ólafsson:

Hárkollan ei hentar mér

heitið Kolla rollan ber

æðarkollan elsk er þér

allir bjórkollur tæma hér.

Sigmar Ingason svarar:

Hettur margir hafa á sínum kolli.

Hetta heitir ærin mín falleg og feit.

Fjölda hettumáfa á flugi ég leit.

Í flöskuhettu trú’ ég vínið varla tolli.

„Lausnin birtist mér svona,“ segir Helgi R. Einarsson:

Kollvik oft á köllum er.

Kolla er rolluheiti.

Æðarkollan auðlegð ber.

Öl úr kollu ég neyti.

Erlu Sigríði Sigurðardóttur grunar að lausnin sé kolla:

Kollvik eru horfin hár,

heitir kolla ær.

Glókollur er kvikur, smár,

kollu af öli fær.

Þórunn Erla á Skaganum leysir gátuna:

Í kollinum sér klóra flestir,

Kolla heitir ærin smá,

kollunnar fiðurkoddar bestir,

úr kollu ölið súpa má.

Sjálfur skýrir Páll gátuna svona:

Húfukolla á höfði er

heitir Kolla ærin mín.

Æðarkolla er mætust mér

og margir tæma kollu hér.

Síðan er ný gáta eftir Pál:

Hestsins fótum hafður á,

í húsi þínu liggur sá.

Fínn í þessum Fíat hér

fyrir Manga langur er.

engan held ég tæla,¶herralega húsgangsferð¶og hyggna Mammons þræla.