„Mér tekst alltaf að gera eitthvað persónulegt því ég vil segja mína sögu í gegnum tónlistina,“ svarar rapparinn og tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson í viðtali í Ísland vaknar

„Mér tekst alltaf að gera eitthvað persónulegt því ég vil segja mína sögu í gegnum tónlistina,“ svarar rapparinn og tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson í viðtali í Ísland vaknar. Hann gaf nýverið út lagið Flughræddur. Hann er sammála Kristínu þegar hún segir lífið hafa fært honum erfið verkefni. „Fyrir þetta lag þurfti ég að kafa djúpt. En ég fel mig ekki á bak við tilfinningar mínar og er bara að kynnast sjálfum mér ennþá.“ Kristmundur meinar það fallega þegar hann segist ekki ætla að fara sömu leið og forverar hans. „Litla-Hraun er því miður hluti af fjölskyldusögu minni, það er bara þannig. En það sem ég meina er að ég vil ekki fara út í eitthvert rugl og enda á stað þar sem frelsið er tekið af mér.“ Lagið fjallar um það þegar hann verður lítill í sér og þorir ekki að taka skrefið. Á endanum tekur hann skrefið, fer aðra leið en lendir í vandræðum. Lestu meira á K100.is.