Ópal Stýri skútunnar gaf sig.
Ópal Stýri skútunnar gaf sig.
Þyrla Gæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi um miðjan dag í gær eftir að dráttartaug í seglskútuna Ópal slitnaði í slæmu sjólagi úti fyrir Straumnesi norður af Hornströndum

Þyrla Gæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi um miðjan dag í gær eftir að dráttartaug í seglskútuna Ópal slitnaði í slæmu sjólagi úti fyrir Straumnesi norður af Hornströndum. Stýri skútunnar gaf sig einnig. Skútan var í togi hjá skipinu Örkinni, á leið til Húsavíkur, en Ópal hefur verið notuð í hvalaskoðun hjá Norðursiglingu.

Fjórir voru um borð í skútunni og tókst þeim að ná stjórn á henni með neyðarstýri og var beiðni um aðstoð afturkölluð. Tókst að tengja dráttartaug og var ráðgert að Ópal kæmi til hafnar á Ísafirði um miðnætti í gærkvöldi.